Vinnumarkaðurinn eftir 10 ár

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við HÍ og Herdís Pála Pálsdóttir, sérfræðingur í mannauðsstjórnun gáfu nýlega út bókina Völundarhús tækifæranna þar sem þær fjalla um vinnumarkað framtíðarinnar.

Þegar horft er til framtíðar er nauðsynlegt að brjóta niður hvað átt er við eða til hvaða þátta framtíðar er verið að ræða. Það sem við teljum líklega framtíð eftir hundrað ár er um ansi margt ólík því sem við upplifum núna. Við þurfum ekki annað en að horfa hundrað ár aftur á bak til að fá tilfinningu fyrir því hversu gríðarlegur munur er á reynslu forfeðra okkar og okkar sem nú erum á vinnumarkaði. Eins gagnlegt og það er að horfa langt fram í tímann getur verið raunsærri mynd að horfa áratug fram í tímann.

Árelía Eydís og Herdís Pála
Mörg störf breytast og úreldast en í staðinn munu koma enn fleiri störf, sem munu þá krefjast annars konar þekkingar, hæfni og reynslu.
Árelía Eydís og Herdís Pála
- Höfundar bókarinnar Völundarhús tækifæranna

Hröð tækniþróun breytir störfum

Tækninýjungar munu halda áfram að hafa áhrif á það hvernig við vinnum og nú þegar erum við komin þangað að flest störf sérfræðinga er hægt að vinna hvar sem er, ekki bara störf skrifstofufólks heldur einnig störf kennara, lækna o.fl. Einnig eru leiðirnar til að vinna þessi störf eða verkefni að verða fjölbreyttari með hraðri tækniþróun og að sama skapi hægt að bjóða þjónustu á þessum sviðum á fjölbreyttari máta en áður.

Tækifæri og áskoranir vinnuveitenda eða verkkaupa eru og verða líka aðrar en hjá starfsfólki eða verksölum, giggurum eins og við köllum það. Mat á framtíðar vinnumarkaði þarf einnig að sjálfsögðu að taka mið af hverju landi eða hverju svæði fyrir sig.

Ísland eftir áratug

  • Aukning á störfum í ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu.
  • Vöxtur í hátæknigreinum, t.d. í orku- og sjávarútvegi og hugsanlega í landbúnaði.
  • Mörg störf úreldast, en í staðin koma fleiri störf og ný þekking.
  • Menntun í fjölbreyttum skilningi verður vaxandi atvinnugrein.

Þau störf sem verða til munu líka að miklum líkindum verða með þeim hætti að fólk verður sín eigin fyrirtæki, ef hægt er að orða það þannig, störf verða ekki endilega unnin í gegnum hefðbundið ráðningarsamband. 

Það er ekki hægt að líta aðeins til hvers landssvæðis fyrir sig heldur verður að horfa á heildina. Heimsfaraldurinn, loftslagsmálin og þróun efnahagskerfisins í heild hefur áhrif á alla.

Hver verður þín staða eftir 10 ár?

FLM er nútíma stéttarfélag sem nýtir tæknina og býður þau lykilatriði sem liprir starfskraftar þurfa á að halda, með áherslu á tekjuöryggi og lágmarks yfirbyggingu. Þegar þú gerist þinn eigin skólastjóri er ólíklegt að gamaldags kröfur námsstyrkja um vottun og diplóma eigi við. Þess í stað getur þú notað það sem þú sparar í félagsgjöld við að færa þig í FLM til að sérsníða þitt nám og þína menntun.

 

Sækja um aðild