HAGSTÆÐUR VALKOSTUR FYRIR ÞIG

Líftrygging, sjúkdómatrygging, sjúkratrygging og launavernd

í 9 mánuði fyrir aðeins 3.900 kr. á ári m.v. meðallaun
Sækja um aðild
Magnus Ekstrøm is licensed under CC BY 2.0

Er FLM fyrir mig?

FLM er stéttarfélag stjórnenda og sérfræðinga og markmið þess er að styrkja stöðu félagsmanna á almennum vinnumarkaði og stuðla að tekjuöryggi þeirra.

FLM hentar vel þeim sem ekki eru í stéttarfélögum eða kjósa að standa utan hefðbundinna stéttarfélaga. FLM er óháð stéttarfélag sem félagar á hverjum tíma eiga.

  • 80% af laununum
    í allt að 9 mánuði að loknum 3 mánaða biðtíma bóta
  • Börn félagsmanna
    Launabætur í allt að 6 mánuði vegna veikinda og slysa barna
  • 100%
    Fullkomin líftrygging fyrir félagsmenn
  • Sjúkdómatrygging
    Fyrir félagsmenn og börn þeirra
  • Sjúkratrygging
    Sjúkraörorkubætur fyrir félagsmenn
  • 0,05% af launum
    Félagsgjaldið er einungis 0,05% af launum

Frétt

Gott ár hjá FLM

Árið 2023 var einstaklega hagfellt fyrir FLM

Frétt

Nýgerðir kjarasamningar

Í tilefni af nýjum kjarasamningum nú í desember 2024 á almennum vinnumarkaði, viljum við vekja athygli á að kjarasamningur FLM og Samtaka atvinnulífsins er ótímabundinn. Sjá nánar samning FLM og SA.

Nútímalegt stéttarfélag

Bara það sem skiptir máli

Líftrygging, sjúkdómatrygging, sjúkratrygging og launavernd í 9 mánuði fyrir aðeins 4.500 kr. á ári m.v. meðallaun

Hlutverk sjúkrasjóðs

Hagstæður valkostur fyrir þig

Hlutverk sjúkrasjóðs FLM er að veita félagsmönnum afkomubætur í veikinda- og slysatilfellum. FLM brúar það tekjutap sem verður frá því að veikindarétti launþega lýkur hjá vinnuveitanda (að lágmarki 3 mánuðir) og þar til örorkulífeyrir greiðist frá lífeyrissjóði. Þetta tímabil getur varað í allt að 9 mánuði og jafnvel lengur í einhverjum tilfellum. Á þessu tímabili eru einu tekjur launþega sem ekki eru í sjúkrasjóði og slasast eða veikjast alvarlega aðeins um 40.000 kr. greiðslur á mánuði frá Tryggingastofnun. Sjóðurinn greiðir einnig dánarbætur samkvæmt tryggingarskilmálum líftryggingar og sjúkdómabætur samkvæmt tryggingarskilmálum sjúkdómatryggingar.

Launabætur

FLM greiðir launabætur af völdum slysa eða sjúkdóma

Launatrygging sjúkrasjóðs FLM greiðir launabætur af völdum slysa eða sjúkdóma (slysa- og sjúkradagpeninga), sem nema 80% af meðallaunum í allt að 9 mánuði.

Bætur greiðast þó ekki fyrr en 3 mánuðir eru liðnir frá því að sá atburður varð er leiddi til óvinnufærni, þ.e. óvinnufærni þarf að hafa varað samfleytt í 90 daga áður en bætur greiðast.

Launabætur greiðast enn fremur vegna slysa og veikinda barna í allt að 6 mánuði.

Hámark mánaðarlegra launabóta er 4.468.000 kr.

Greiðsla launabóta til hvers félagsmanns takmarkast að hámarki við 24 mánuði á hverju 10 ára tímabili.

Markaðsefni - Jakob

Félag lykilmanna er nútímalegt stéttarfélag sem leggur áherslu á það sem skiptir máli; öflugan sjúkrasjóð sem veitir félagsfólki afkomubætur í veikinda- og slysatilfellum.

Hefðbundin stéttarfélög henta alls ekki öllum en það er öryggismál að hafa góða launavernd ef eitthvað kemur upp á.

Félag lykilmanna er öruggur og hagstæður valkostur fyrir þig, þar færðu líftryggingu, sjúkdómatryggingu, sjúkratryggingu og launavernd fyrir aðeins 0,05% af launum.

Dánarbætur

Það þarf ekki að fara fram sérstakt áhættumat vegna líftryggingar sjúkrasjóðsins.

Fjárhæð dánarbóta er háð aldri og launum félagsmanns á hverjum tíma, þó greiðir líftrygging dánarbætur að hámarki 22.341.000 kr., en að lágmarki  1.563.000 kr. Ekki þarf að fara fram sérstakt áhættumat vegna líftryggingar sjúkrasjóðsins.

Skilyrði fyrir greiðslu dánarbóta úr sjúkrasjóði FLM er að greitt hafi verið a.m.k. 12.000 kr. iðgjald í sjúkrasjóð FLM á síðustu 12 mánuðum fyrir fráfall félagsmanns.

SJÚKDÓMABÆTUR

Það þarf ekki að fara fram sérstakt áhættumat vegna sjúkdómatryggingar sjúkrasjóðsins.

Fjárhæð bóta úr sjúkdómatryggingunni er háð aldri og launum félagsmanns á hverjum tíma, þó greiðir sjúkdómatrygging bætur að hámarki 13.669.000 kr., en að lágmarki  956.000 kr. Ekki þarf að fara fram sérstakt áhættumat vegna sjúkdómatryggingar sjúkrasjóðsins.

Örorkubætur vegna sjúkdóms

Það þarf ekki að fara fram sérstakt áhættumat vegna sjúkratryggingar sjúkrasjóðsins.

Fjárhæð örorkubóta úr sjúkratryggingunni er háð aldri og launum félagsmanns á hverjum tíma, þó greiðir sjúkdómatrygging bætur að hámarki 14.386.000 kr., en að lágmarki  1.150.000 kr. Ekki þarf að fara fram sérstakt áhættumat vegna sjúkratryggingar sjúkrasjóðsins.

Bent skal á að hafi félagsmaður fengið greiddar bætur úr hópsjúkdómatryggingu FLM vegna sama sjúkdóms eða eigi rétt til slíkra bóta skulu bætur úr sjúkratryggingunni lækka sem nemur helmingi af bótum sjúkdómatryggingarinnar.

Aðild að félaginu

Skráðu þig hér

Að skrá sig í FLM er ódýr kostur, aðeins 0.05 % mánaðarlegt félagsgjald sem greiðist af  launþega og 1% sjúkrasjóðsgjald sem greiðist af vinnuveitenda.

Sækja um aðild

Fréttir og fróðleikur

Sterkt ár hjá FLM

Árið 2023 var einstaklega hagfellt fyrir FLM
Lesa meira

Er FLM fyrir þig?

Þú þarft að velta fyrir þér hvað þú vilt fá út úr þínu stéttarfélagi. Þarft þú á stuðningi að halda varðandi kaup og kjör? Sækirðu mikið um styrki eða ertu að leita eftir öryggisneti?
Lesa meira

Hvað eru launabætur?

Öll getum við lent í því að slys eða veikindi valdi því að við þurfum að vera frá vinnu í skemmri tíma, þá gætum við þurft á launabótum að halda.
Lesa meira
Fleiri fréttir
Sækja um aðild