FLM

Hagstæður valkostur fyrir þig

FLM er stéttarfélag stjórnenda og sérfræðinga og markmið þess er að styrkja stöðu félagsmanna á almennum vinnumarkaði og stuðla að tekjuöryggi þeirra. FLM hentar vel þeim sem ekki eru í stéttarfélögum eða kjósa að standa utan hefðbundinna stéttarfélaga. FLM er óháð stéttarfélag sem félagar á hverjum tíma eiga.

Aðalástæðan fyrir því að ég valdi FLM er að fá launatryggingu fyrir mjög lágt félagsgjald. Einnig fannst mér frábært að geta gengið frá aðild á nokkrum mínútum á netinu.

Finnur Kolbeinsson
- Data Engineer hjá Icelandair

Það er sjálfsagt öryggismál að hafa góða launatryggingu og líftryggingu. Hana fæ ég hjá FLM fyrir aðeins 0,05% af launum.

Mér finnst mikilvægast að vera með góða sjúkra- og launtryggingu og hana fæ ég hjá Félagi Lykilmanna þar sem félagsgjaldið er aðeins 0,05% af laununum mínum. 
Þar sem FLM er óháð stéttarfélag hentar það mér vel.

Benedikt Sigurðsson
- Sérfræðingur hjá Deloitte

Ódýr kostur – félagsgjald aðeins 0,05% af launum

Mánaðarlegt félagsgjald er aðeins 0,05% af launum. Fyrir það fæst aðgangur að sjúkrasjóði, sem innifelur launatryggingu, líftryggingu og sjúkdómatryggingu.

Sjúkrasjóðsiðgjald er 1% af launum og greiðist af vinnuveitanda. Ekki er um önnur framlög að ræða af hálfu vinnuveitanda.

Smelltu hér til að sækja einblöðung með helstu upplýsingum.

Kostir FLM fyrir launþega

Hagkvæm lausn

– Framlag launþega er aðeins 0,05% á meðan framlag til annarra hefðbundinna stéttarfélaga er oft um 1%.
– Væri samsvarandi tryggingavernd keypt beint af vátryggingafélagi myndi iðgjald greiðast af launum eftir skatta.

Góð bótavernd

– Launabætur – 80% af launum í allt að 9 mánuði að loknum 3 mánaða biðtíma bóta. Vegna veikinda og slysa barna greiðast launabætur í allt að 6 mánuði.

– Dánarbætur – fullkomin líftrygging fyrir félagsmenn.

– Sjúkdómatrygging fyrir félagsmenn.

– Sjúkraörorkubætur – sjúkratrygging sem greiðir örorkubætur vegna varanlegrar örorku af völdum sjúkdóms.

Einföld innganga

– Ekkert heilsufarslegt áhættumat.
– Upplýst samþykki.

Áreiðanleiki og skýrir bótaskilmálar

– Sjóvá ber alla áhættu sjúkrasjóðsins og sér alfarið um tjónsuppgjör.

FLM er ódýrara en önnur stéttarfélög og býður hærri líftryggingu en fæst hjá öðrum stéttarfélögum sem og sjúkdómatryggingu og sjúkraörorkutryggingu sem ekki er í boði hjá öðrum stéttarfélögum.

Kostir fyrir atvinnurekendur

Hagkvæm lausn

– Aðild að FLM sparar vátryggingakaup á almennum tryggingamarkaði, sem jafnframt eru skattskyld hlunnindi.
– Fjöldi meðlima í FLM felur í sér meiri áhættudreifingu og þar með talið lægri iðgjöld.

Hafa samband við FLM

FLM var stofnað í Kópavogi 21. mars 2012.

Skrifstofa FLM er að Suðurlandsbraut 4a (4.hæð) í Reykjavík. Afgreiðslutími skrifstofu er frá 09:00–12:00 virka daga.

Netfang: flm@flm.is
Kennitala FLM er 530412-0750

Bréfpóstur skal sendur á:
Félag lykilmanna
Pósthólf 8135
128 Reykjavík

Starfsmenn

Friðgerður Ebba Sturludóttir hóf störf á skrifstofu FLM í febrúarbyrjun 2020.

Netfang: ebba@flm.is

Stjórn FLM

Fimm manna stjórn er kosin á aðalfundi ár hvert.

Stjórn FLM er svo skipuð:

Gunnar Páll Pálsson, formaður
Kristín Sigurðardóttir
María Sólbergsdóttir
Stefán Gunnar Jóhannsson
Stefán Karl Segatta
Jón Ingvar Pálsson, varamaður

Stjórn FLM er jafnframt stjórn sjúkrasjóðs FLM.

Í neðangreindu skjali er að finna siðareglur Félags lykilmanna.

Sjá skjal

Lög félags lykilmanna – FLM

Lög FLM voru samþykkt á stofnfundi félagsins í Kópavogi 21. mars 2012.

1. gr.  Heiti og markmið

Félagið heitir Félag lykilmanna. Félagið er stéttarfélag stjórnenda og sérfræðinga. Markmið félagsins er styrkja stöðu félagsmanna á vinnumarkaði og stuðla að tekjuöryggi þeirra. Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr.  Félagsaðild

Félagið er opið öllum stjórnendum og sérfræðingum sem starfa vilja í samræmi við gildandi lög og reglur þess. Félagsmenn eru þeir sem sækja formlega um aðild og greiða félagsgjöld eins og þau eru ákvörðuð á aðalfundi á hverjum tíma.

3. gr.  Brottvikning

Stjórnin getur látið brot gegn settum reglum varða réttindamissi eða brottrekstri ef um ítrekaðar eða miklar sakir er að ræða.

4. gr.  Stjórn félags

Stjórnina skipa fimm menn og einn varamann. Hver um sig er kosinn til tveggja ára í senn en varamaður til eins árs. Framboð til stjórnar skulu berast fyrir 1. mars það ár sem stjórnarkosning fer fram ásamt meðmælum 10 félagsmanna. Einungis þeir sem hafa verið félagsmenn í a.m.k. 12 mánuði eru kjörgengnir í stjórn. Ef fleiri tillögur koma fram um stjórnarmenn en kjósa á um skal viðhafa skriflega eða rafræna alsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Kjörstjórn skal skipuð þremur mönnum við kosningar í félaginu og skal kosningu lokið fyrir 1. maí. Formann skal kjósa sérstaklega til tveggja ára í senn ásamt 2 meðstjórnendum til tveggja ára og ganga 2 meðstjórnendur úr stjórninni  á víxl. Hverfi stjórnarmaður úr stjórn á kjörtímabilinu, skal kjósa annan í staðinn út kjörtímabilið næsta stjórnarkjör á eftir. Stjórnin skiptir með sér verkum. Hlutverk stjórnarinnar er að stýra málefnum félagsins á milli aðalfunda, sjá um gerð samninga fyrir félagið og framfylgja stefnumiðum félagsins eins og þau koma fyrir í lögum þessum. Heimilt er að skipa trúnaðarmenn á vinnustöðum sem tengilið félagsins við starfsmenn á viðkomandi vinnustað.

Ákvæði til bráðabirgða; Á aðalfundi 2019 skal kjósa 2 meðstjórnendur til eins árs og 2 til tveggja ára.

5. gr.  Aðalfundir

Aðalfundur er æðsta vald í öllum málefnum félagsins. Aðalfund skal halda fyrir maí lok ár hvert og skal fundurinn auglýstur á heimasíðu félags og/eða með auglýsingu í dagblaði með a.m.k. 10 daga fyrirvara. Tillögur til lagabreytinga skulu hafa borist stjórn fyrir 1. mars og skulu þær kynntar í aðalfundarboði. Aðalfundur telst lögmætur ef löglega er til hans boðað.

6. gr.  Dagskrá aðalfundar

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins.
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
5. Lagabreytingar.
6. Kosning stjórnar og löggilds endurskoðenda.
7. Ákvörðun félagsgjalda.
8. Önnur mál.

Á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða úrslitum. Þó þarf samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breyta lögum félagsins.

7. gr.  Félagsfundir

Stjórn félagsins boðar til almennra félagsfunda þegar þurfa þykir eða ef minnst 1/10 félagsmanna óska þess skriflega. Skylt er að boða til félagsfundar þegar fyrir liggur að taka meiriháttar ákvarðanir sem varða framtíð félagsins og fjárhagslegar skuldbindingar þess. Á félagsfundum ræður afl atkvæða, nema um meiriháttar fjárskuldbindingar, en þá þarf samþykki 2/3 hluta atkvæða fullgildra fundarmanna.

8. gr.  Sjóðir

Félagið starfrækir sjúkrasjóð sem hefur það meginhlutverk að stuðla að tekjuöryggi félagsmanna við veikindi, slys eða dauðsfall samkvæmt nánari útfærslu í reglugerð sjóðsins.

9. gr.  Reikningar

Stjórn félagsins skal leggja fram reikninga áritaða af félagslegum skoðunarmönnum félagsins til samþykktar á aðalfundi.

10. gr.  Fundargerðir

Fundargerð aðalfundar, félagsfunda og stjórnarfunda skal rita í sérstaka fundargerðarbók félagsins.

11. gr.  Slit félagsins

Tillaga um slit félagsins skal borin upp á sérstökum félagsfundi og þarf helmingur skráðra félaga að vera á fundi og 2/3 hlutar þeirra að greiða tillögunni atkvæði sitt. Mæti ekki nægilega margir skal boða til annars fundar innan þriggja vikna og er hann þá ályktunarhæfur án tillits til fundarsóknar, sé löglega til hans boðað. Komi til þess að félagið verði lagt niður skal hrein eign þess renna til líknarmála samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar.

Reglur um tölvupóst frá FLM

Upplýsingar sem koma fram í tölvupósti, sendum frá netföngum Félags lykilmanna eru trúnaðarupplýsingar og kunna að falla undir ákvæði um þagnarskyldu. Þessar upplýsingar eru eingöngu ætlaðar skráðum viðtakendum. Öllum öðrum er óheimill aðgangur að upplýsingum þeim sem koma fram í tölvupósti frá Félagi lykilmanna. Ef þú ert ekki sá sem tölvupósturinn er ætlaður, er þér bent á að þér er óheimilt að upplýsa um tölvupóstinn, afrita hann eða dreifa honum og þér er einnig óheimilt að framkvæma, eða láta vera að framkvæma, einhverjar aðgerðir á grundvelli hans, en þessi háttsemi getur verið refsiverð að lögum.

Disclaimer

Information in email from Félag lykilmanna is confidential and may be legally privileged. It is intended solely for the addressee. Access to email from Félag lykilmanna by anyone else is unauthorized. If you are not the intended recipient, any disclosure, copying, distribution or any action taken or omitted to be taken in reliance on it, is prohibited and may be unlawful.

Upplýsingaöryggisstefna FLM

Tilgangur

Samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 ber Félagi lykilmanna að tryggja viðunandi öryggi persónuupplýsinga. Upplýsingaöryggisstefna þessi lýsir áherslum fyrirtækisins á upplýsingaöryggi og öruggri meðferð ganga og upplýsinga í vörslu og eigu fyrirtækisins. Verja þarf persónuupplýsingar hjá fyrirtækinu fyrir öllum ógnum, bæði innri og ytri, og gildir einu hvort þær ógnanir stafi af ásetningi eða gáleysi. Með þessari stefnu geta starfsmenn, viðskiptavinir og aðrir treyst ásetningi Félags lykilmanna til að standa vörð um öryggi persónuupplýsinga, m.t.t. til leyndar, réttleika og tiltækileika.

Umfang

Upplýsingaöryggisstefna þessi nær til umgengni og vistunar allra persónuupplýsinga í vörslu Félags lykilmanna. Hún tekur til innri starfsemi fyrirtækisins og þeirri þjónustu sem Félag lykilmanna veitir viðskiptavinum sínum, þ.m.t. allra innri kerfa, hug- og vélbúnaðar í eigu og undir fullri stjórn Félags lykilmanna. Jafnframt tekur hún til húsnæðis þar sem persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar, starfsmanna og samningsbundinna aðila sem aðgang hafa að upplýsingunum.

Stefna Félags lykilmanna í upplýsingaöryggismálum er bindandi fyrir alla starfsmenn og nær til allra þjónustuaðila sem veita fyrirtækinu þjónustu.

Markmið

Markmið Félags lykilmanna með upplýsingaöryggisstefnu þessari er að:

 • Persónuupplýsingar séu réttar og aðgengilegar þeim sem aðgangsheimild hafa.
 • Leynd persónuupplýsinga og trúnaði sé viðhaldið í samræmi við lög og reglur þar að lútandi.
 • Persónuupplýsingar séu varðar gegn skemmdum, eyðingu eða uppljóstrun, án tillits til þess hvort það komi til vegna ásetnings eða gáleysis.
 • Persónupplýsingar sem fara um kerfi fyrirtækisins komist til rétts viðtakanda, óskaddaðar og á réttum tíma.
 • Að áhætta sem fylgir því að vinna með persónuupplýsingar sé innan skilgreindra áhættumarka.
 • Að fylgja öllum lögum, reglugerðum og almennum reglum sem varða meðferð persónuupplýsinga.
 • Fylgja öllum samningum sem fyrirtækið er aðili að og varða vernd persónuupplýsinga.
 • Að frávik, brot eða grunur um veikleika í upplýsingaöryggi séu tilkynnt og rannsökuð.
 • Unnið sé að stöðugum umbótum þegar kemur að upplýsingaöryggi

Leiðir að markmiði

Leiðir Félags lykilmanna að framangreindum markmiðum eru að:

 • Halda skrár yfir upplýsingaeignir þar sem finna má persónuupplýsingar, hvort sem þær eru á rafrænu formi eða á pappír, og flokka þær eftir eðli og mikilvægi leyndar.
 • Greina reglulega, með formlegu áhættumati og innri úttektum, þá áhættu sem vinnsla persónuupplýsinga getur haft í för með sér fyrir einstaklinga. Einnig til þess að ákveða hvort frekari aðgerða sé þörf og meta tækifæri til stöðugra umbóta.
 • Framkvæma mat á áhrifum á persónuvernd ef líklegt er að tiltekin tegund vinnslu geti haft í för með sér mikla áhættu fyrir frelsi og réttindi einstaklinga, svo sem þegar til stendur að taka ný kerfi í notkun sem hýsa eða vinna persónuupplýsingar að öðru leyti.
 • Viðhalda gæðahandbók með verklagsreglum og verkferlum vegna vinnslu persónuupplýsinga.
 • Allir starfsmenn fyrirtækisins fái reglulega þjálfun og fræðslu varðandi öryggi persónuupplýsinga og um þá ábyrgð sem á þeim hvílir.
 • Starfsmenn og þjónustuaðilar fyrirtækisins eru hvattir til að tilkynna upplýsingaöryggisatvik og -frávik sem upp koma í þeim tilgangi að stuðla sífellt að stöðugum umbótum.
 • Starfsmönnum og þjónustuaðilum, núverandi og fyrrverandi, er óheimilt að veita upplýsingar um innri mál fyrirtækisins, ytri aðila eða annarra starfsmanna.
 • Tryggja að afrit af persónuupplýsingum sé til og varðveitt á öruggan hátt.
 • Persónuverndarfulltrúi veitir ráðgjöf á sviði upplýsingaöryggis- og persónuverndarmála eftir því sem kveðið er á um í lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Ábyrgð

 • Stjórn Félags lykilmanna ber ábyrgð á þessari upplýsingaöryggisstefnu.
 • Framkvæmdastjóri Félags lykilmanna er ábyrgur fyrir framkvæmd stefnunnar.
 • Umsjónarmaður öryggismála sér um daglega stjórnun upplýsingaöryggis.
 • Persónuverndarfulltrúi skal sjá til þess að starfsfólk hljóti viðeigandi fræðslu um öryggi persónuupplýsinga.
 • Öllum starfsmönnum Félags lykilmanna ber að vinna samkvæmt upplýsingaöryggisstefnunni. Þeim ber að tilkynna öryggisfrávik og veikleika sem varða upplýsingaöryggi. Þeir sem ógna upplýsingaöryggi Félags lykilmanna af ásettu ráði eiga yfir höfði sér málshöfðun eða aðrar viðeigandi lagalegar aðferðir.
 • Allir starfsmenn Félags lykilmanna eru skuldbundnir til að vernda gögn og upplýsingakerfi gegn óheimiluðum aðgangi, notkun, breytingum, uppljóstrun, eyðileggingu, tapi eða flutningi.

Endurskoðun

Þessa stefnu skal endurskoða árlega og oftar ef þörf krefur til að tryggja að hún samrýmist markmiðum Félags lykilmanna.

Samþykki

Samþykkt af stjórn Félags lykilmanna 18. janúar 2023.

Persónuverndaryfirlýsing FLM

Í neðangreindu skjali er að finna persónuverndaryfirlýsingu Félags lykilmanna.

Sjá skjal

Vefkökustefna FLM

Hér er að finna yfirlit yfir vefkökunotkun á vef Félags lykilmanna.
Sjá skjal

Sækja um aðild