FLM

Hagstæður valkostur fyrir þig

FLM er stéttarfélag stjórnenda og sérfræðinga og markmið þess er að styrkja stöðu félagsmanna á almennum vinnumarkaði og stuðla að tekjuöryggi þeirra. FLM hentar vel þeim sem ekki eru í stéttarfélögum eða kjósa að standa utan hefðbundinna stéttarfélaga. FLM er óháð stéttarfélag sem félagar á hverjum tíma eiga.

Ódýr kostur – félagsgjald aðeins 0,05% af launum

Mánaðarlegt félagsgjald er aðeins 0,05% af launum. Fyrir það fæst aðgangur að sjúkrasjóði, sem innifelur launatryggingu, líftryggingu og sjúkdómatryggingu.

Sjúkrasjóðsiðgjald er 1% af launum og greiðist af vinnuveitanda. Ekki er um önnur framlög að ræða af hálfu vinnuveitanda.

Smelltu hér til að sækja einblöðung með helstu upplýsingum.

Kostir FLM fyrir launþega

Hagkvæm lausn

– Framlag launþega er aðeins 0,05% á meðan framlag til annarra hefðbundinna stéttarfélaga er oft um 1%.
– Væri samsvarandi tryggingavernd keypt beint af vátryggingafélagi myndi iðgjald greiðast af launum eftir skatta.

Góð bótavernd

– Launabætur – 80% af launum í allt að 9 mánuði að loknum 3 mánaða biðtíma bóta. Vegna veikinda og slysa barna greiðast launabætur í allt að 6 mánuði.

– Dánarbætur – fullkomin líftrygging fyrir félagsmenn.

– Sjúkdómatrygging fyrir félagsmenn.

Einföld innganga

– Ekkert heilsufarslegt áhættumat.
– Upplýst samþykki.

Áreiðanleiki og skýrir bótaskilmálar

– Sjóvá ber alla áhættu sjúkrasjóðsins og sér alfarið um tjónsuppgjör.

FLM er ódýrara en önnur stéttarfélög og býður hærri líftryggingu en fæst hjá öðrum stéttarfélögum og sjúkdómatryggingu sem ekki er í boði hjá öðrum stéttarfélögum.

Kostir fyrir atvinnurekendur

Hagkvæm lausn

– Aðild að FLM sparar vátryggingakaup á almennum tryggingamarkaði, sem jafnframt eru skattskyld hlunnindi.
– Fjöldi meðlima í FLM felur í sér meiri áhættudreifingu og þar með talið lægri iðgjöld.

Hafa samband við FLM

FLM var stofnað í Kópavogi 21. mars 2012.

Skrifstofa FLM er að Suðurlandsbraut 4a (4.hæð) í Reykjavík. Afgreiðslutími skrifstofu er frá 09:00–12:00 virka daga.

Netfang: flm@flm.is
Kennitala FLM er 530412-0750

Bréfpóstur skal sendur á:
Félag lykilmanna
Pósthólf 8135
128 Reykjavík

Stjórn FLM

Fimm manna stjórn er kosin á aðalfundi ár hvert.

Stjórn FLM er svo skipuð:

Gunnar Páll Pálsson, formaður
Kristín Sigurðardóttir
María Sólbergsdóttir
Sigurður Valgeir Guðjónsson
Stefán Karl Segatta
Bjarni Benediktsson, varamaður

Stjórn FLM er jafnframt stjórn sjúkrasjóðs FLM.

Lög félags lykilmanna – FLM

Lög FLM voru samþykkt á stofnfundi félagsins í Kópavogi 21. mars 2012.

1. gr.  Heiti og markmið

Félagið heitir Félag lykilmanna. Félagið er stéttarfélag stjórnenda og sérfræðinga. Markmið félagsins er styrkja stöðu félagsmanna á vinnumarkaði og stuðla að tekjuöryggi þeirra. Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr.  Félagsaðild

Félagið er opið öllum stjórnendum og sérfræðingum sem starfa vilja í samræmi við gildandi lög og reglur þess. Félagsmenn eru þeir sem sækja formlega um aðild og greiða félagsgjöld eins og þau eru ákvörðuð á aðalfundi á hverjum tíma.

3. gr.  Brottvikning

Stjórnin getur látið brot gegn settum reglum varða réttindamissi eða brottrekstri ef um ítrekaðar eða miklar sakir er að ræða.

4. gr.  Stjórn félags

Stjórnina skipa fimm menn og einn varamann. Hver um sig er kosinn til tveggja ára í senn en varamaður til eins árs. Framboð til stjórnar skulu berast fyrir 1. mars það ár sem stjórnarkosning fer fram ásamt meðmælum 10 félagsmanna. Einungis þeir sem hafa verið félagsmenn í a.m.k. 12 mánuði eru kjörgengnir í stjórn. Ef fleiri tillögur koma fram um stjórnarmenn en kjósa á um skal viðhafa skriflega eða rafræna alsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Kjörstjórn skal skipuð þremur mönnum við kosningar í félaginu og skal kosningu lokið fyrir 1. maí. Formann skal kjósa sérstaklega til tveggja ára í senn ásamt 2 meðstjórnendum til tveggja ára og ganga 2 meðstjórnendur úr stjórninni  á víxl. Hverfi stjórnarmaður úr stjórn á kjörtímabilinu, skal kjósa annan í staðinn út kjörtímabilið næsta stjórnarkjör á eftir. Stjórnin skiptir með sér verkum. Hlutverk stjórnarinnar er að stýra málefnum félagsins á milli aðalfunda, sjá um gerð samninga fyrir félagið og framfylgja stefnumiðum félagsins eins og þau koma fyrir í lögum þessum. Heimilt er að skipa trúnaðarmenn á vinnustöðum sem tengilið félagsins við starfsmenn á viðkomandi vinnustað.

Ákvæði til bráðabirgða; Á aðalfundi 2019 skal kjósa 2 meðstjórnendur til eins árs og 2 til tveggja ára.

5. gr.  Aðalfundir

Aðalfundur er æðsta vald í öllum málefnum félagsins. Aðalfund skal halda fyrir maí lok ár hvert og skal fundurinn auglýstur á heimasíðu félags og/eða með auglýsingu í dagblaði með a.m.k. 10 daga fyrirvara. Tillögur til lagabreytinga skulu hafa borist stjórn fyrir 1. mars og skulu þær kynntar í aðalfundarboði. Aðalfundur telst lögmætur ef löglega er til hans boðað.

6. gr.  Dagskrá aðalfundar

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins.
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
5. Lagabreytingar.
6. Kosning stjórnar og löggilds endurskoðenda.
7. Ákvörðun félagsgjalda.
8. Önnur mál.

Á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða úrslitum. Þó þarf samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breyta lögum félagsins.

7. gr.  Félagsfundir

Stjórn félagsins boðar til almennra félagsfunda þegar þurfa þykir eða ef minnst 1/10 félagsmanna óska þess skriflega. Skylt er að boða til félagsfundar þegar fyrir liggur að taka meiriháttar ákvarðanir sem varða framtíð félagsins og fjárhagslegar skuldbindingar þess. Á félagsfundum ræður afl atkvæða, nema um meiriháttar fjárskuldbindingar, en þá þarf samþykki 2/3 hluta atkvæða fullgildra fundarmanna.

8. gr.  Sjóðir

Félagið starfrækir sjúkrasjóð sem hefur það meginhlutverk að stuðla að tekjuöryggi félagsmanna við veikindi, slys eða dauðsfall samkvæmt nánari útfærslu í reglugerð sjóðsins.

9. gr.  Reikningar

Stjórn félagsins skal leggja fram reikninga áritaða af félagslegum skoðunarmönnum félagsins til samþykktar á aðalfundi.

10. gr.  Fundargerðir

Fundargerð aðalfundar, félagsfunda og stjórnarfunda skal rita í sérstaka fundargerðarbók félagsins.

11. gr.  Slit félagsins

Tillaga um slit félagsins skal borin upp á sérstökum félagsfundi og þarf helmingur skráðra félaga að vera á fundi og 2/3 hlutar þeirra að greiða tillögunni atkvæði sitt. Mæti ekki nægilega margir skal boða til annars fundar innan þriggja vikna og er hann þá ályktunarhæfur án tillits til fundarsóknar, sé löglega til hans boðað. Komi til þess að félagið verði lagt niður skal hrein eign þess renna til líknarmála samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar.

Meðferð persónuupplýsinga

Persónugreinanlegar upplýsingar

Stefna Félags lykilmanna (FLM) er að meðhöndla persónuupplýsingar í samræmi við grundvallarsjónarmið um persónuvernd og friðhelgi einkalífs sem koma m.a. fram í lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.   Gögn sem innihalda persónugreinanlegar upplýsingar eru t.d. ekki látin í hendur þriðja aðila nema fyrir liggi skýrt umboð frá þeim sem persónuupplýsingar varða, þriðji aðili hafi heimild sem byggist á ákvæðum laga eða að fengnum dómsúrskurði. FLM leggur mikinn metnað í trúnað við félagsmenn sína.

Reglur FLM um tölvupóst frá félaginu

Tölvupóstur frá FLM og viðhengi hans kunna að innihalda trúnaðarupplýsingar og/eða einkamál og er hann eingöngu ætlaður þeim sem hann er stílaður á. Efni hans og innihald er á ábyrgð þess starfsmanns sem sendir hann ef það tengist ekki starfsemi FLM. Ef tölvupóstur hefur ranglega borist yður frá FLM vinsamlegast gætið fyllsta trúnaðar, tilkynnið sendanda og eyðileggið sendinguna eins og skylt er skv. 47. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti.

Disclaimer

Information transmitted in email from Félag lykilmanna (FLM), including any attachment, may contain confidential and/or privileged material and is intended only for the addressee. The content of the message is the individual sender’s responsibility, if it is not related to the operation of FLM. If you receive this message by mistake, please keep the information confidential, contact the sender and delete the material from your system.

Öryggisstefna

Það er ásetningur Félags lykilmanna (FLM), að upplýsingar félagsins og félagsmanna þess séu tryggilega varðar og öryggi þeirra tryggt á viðeigandi hátt í samræmi við verðmæti þeirra og þá áhættu sem til staðar er hverju sinni.

Öryggi felst í:

– Leynd: Upplýsingar aðeins aðgengilegar þeim sem hafa aðgangsheimild.
– Réttleika: Gæði upplýsinga tryggð – rétt gögn á hverjum tíma.
– Tiltækileika: Aðgangur tryggður þegar þörf er á.

Öryggisstefnan stuðlar að vernd gegn óleyfilegum aðgangi, yfirfærslu, breytingum, skemmdum (viljandi eða óviljandi) og stuldi á upplýsingum og búnaði.

Öryggisstefnan er gerð með það í huga að uppfylla kröfur sem fram koma m.a. í leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2005 um rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila og lögum nr. 77/2000 um meðferð persónuupplýsinga og persónuvernd.

Til þess að uppfylla lög og reglugerðir hefur FLM sett markmið og öryggiskröfur til reksturs upplýsingakerfa sinna í samræmi við umfang og áhættu. Þessi markmið og öryggiskröfur eiga við hvort sem rekstri upplýsingakerfa FLM er útvistað eða ekki.

Umfang

Öryggisstefnan nær yfir alla starfsemi og starfstöðvar FLM.

Ábyrgð

Ábyrgð á framkvæmd öryggisstefnu liggur hjá stjórn. Allir starfsmenn eru ábyrgir fyrir því að hlíta öryggisstefnunni.

Tilkynningar

Öllum starfsmönnum er skylt að tilkynna öryggisatvik sem þeir kunna að verða áskynja um.

Öryggisbrot

Áhersla er lögð á að fylgja settum öryggisstöðlum og vinnureglum. Starfsmönnum og þjónustuaðilum er skylt að fylgja öryggisstefnunni, leiðbeiningum um öryggi svo og öllum tilgreindum ráðstöfunum félagsins. Brjóti þeir vísvitandi gegn þessum reglum mun verða beitt agaviðurlögum og eftir því sem við á ákvæðum laga. FLM áskilur sér rétt til að leita réttar síns fyrir dómstólum eftir því sem við á.

Dreifing, endurskoðun og útgáfa öryggisstefnu

Öryggisstefnan endurskoðast árlega og er aðgengileg fyrir alla starfsmenn og samstarfsaðila eftir því sem við á.

Persónuvernd

Markaðsgögn

FLM notar vafrakökur (e. cookies) í þeim tilgangi að bæta notendaupplifun viðskiptavina sinna. Umferð um vefsvæðið er mæld með Google Analytics, en þær upplýsingar um notkun sem við höfum aðgang að eru ekki persónurekjanlegar og eru aðeins notaðar í þeim tilgangi að betrumbæta vefinnVið notfærum okkur þjónustu Facebook og Google Ads fyrir stafræna markaðssetningu til þess að mæla og skilja áhrif auglýsinga fyrirtækisins. Ef þú kærir þig ekki um að sjá sérsniðnar auglýsingar frá okkur á samfélagsmiðlum ráðleggjum við þér að fylgja leiðbeiningum viðkomandi vefsíðna eða forrita.

Innsend gögn

Þegar notandi sendir FLM fyrirspurn í gegnum vefform er þar beðið um þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að við getum svarað fyrirspurninni (nafn og netfang). Eftir að fyrirspurn hefur borist okkur er unnið með þær upplýsingar í samræmi við okkar vinnureglur og þess gætt að einungis þeir starfsmenn okkar sem koma að því að svara fyrirspurnum hafi aðgang að gögnunum.

Milliliður í móttöku fyrirspurna er vefkerfi þjónustuaðila okkar sem hýst er í skýjalausn innan Bandaríkjanna.

Aðalástæðan fyrir því að ég valdi FLM er að fá launatryggingu fyrir mjög lágt félagsgjald. Einnig fannst mér frábært að geta gengið frá aðild á nokkrum mínútum á netinu.

Finnur Kolbeinsson
- Data Engineer hjá Icelandair

Það er sjálfsagt öryggismál að hafa góða launatryggingu og líftryggingu. Hana fæ ég hjá FLM fyrir aðeins 0,05% af launum.

Mér finnst mikilvægast að vera með góða sjúkra- og launtryggingu og hana fæ ég hjá Félagi Lykilmanna þar sem félagsgjaldið er aðeins 0,05% af laununum mínum. 
Þar sem FLM er óháð stéttarfélag hentar það mér vel.

Benedikt Sigurðsson
- Sérfræðingur hjá Deloitte

Sækja um aðild