Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við HÍ og Herdís Pála Pálsdóttir, sérfræðingur í mannauðsstjórnun gáfu nýlega út bókina Völundarhús tækifæranna þar sem þær fjalla um vinnumarkað framtíðarinnar. En í hverju felast þessar breytingar?
Fleiri valmöguleikar
Það getur verið erfitt að eiga fleiri valmöguleika. Sérfræðingar áður fyrr gengu út frá því að finna sér atvinnurekanda þar sem það gæti fengið tækifæri til að blómstra og klifra metorðastigann. Hin klassíska skilgreining á því var að starfsferli lyki við starfslok fjörtíu árum seinna með gullúri. Fólk héldi sig við sama fag, við sama vinnuveitenda og þyrfti ekki að mennta sig aftur eða meira, eftir að hafa lokið formlegu námi.
Sérfræðingar við stjórnvölin
Sú breyting sem blasir við framtíðar vinnumarkaði mætti líkja við að sérfæðingar séu nú komnir með starfsferilinn í eigin hendur, sem áður var í höndum atvinnurekanda. Menntun, hvort sem er formlegri eða óformlegri, lýkur aldrei. Fólk velur sér oft fag og öðlast reynslu á ákveðnu sviði sem gefur þeim ákveðna forsendur til viðræðna.
Ólíkar þarfir og skilgreiningar á lífsgæðum
Ráðningarsambandið er komið í hendurnar á hverjum og einum. Þetta útskýrir nafnið á bókinni Völundarhús tækifæranna. Starfsferill verður eins og völundarhús þar sem kjarninn er einstaklingurinn sjálfur, þarfir hans og lífsstíll sem tekur breytingum eftir því hvar fólk er statt í lífinu. Fólk með ung börn er með aðrar þarfir en þeir sem búa einir svo dæmi sé tekið. Munurinn liggur því í hver grunnþörfin er, lífsstíllinn sem fólk hefur nú í hendi sér að móta.
Meira frelsi til þess að móta sína framtíð
Starfið eða þekkingin og reynslan er því seld á markaðstorgi þekkingar og mótast af því hver einstaklingurinn er og hvað hann vill. Þeir sem vilja vinna hjá einum atvinnurekanda gæti líkað það í einhvern tíma. Þeir sem vilja gigga gera það í ákveðin ár og fara svo og stofna fyrirtæki eða detta út í ár til að mennta sig.
Fólk getur unnið hvar sem er, fyrir hvern sem er að hverju sem er. Fyrir fimmtán vinnuveitendur eða einn. Allt út frá þörfum en hins vegar verður hver og einn að taka ábyrgð á því að koma sér á framfæri og útvega sér verkefni með því að standa undir væntingum.
Árelía Eydís og Herdís Pála
Í stað þess að klífa metorðastigann er nú byggðar brýr til verkkaupa með það að leiðarljósi að þeir muni vilja koma aftur og aftur til þess sem stendur sig vel.
Fólk velur sér verkefni út frá persónulegum gildum
Vinnuveitendur munu þurfa að sanna sig og selja sig til hæfra einstaklinga, en ekki öfugt eins og það hefur lengst af verið, því hæft fólk mun velja sér að vinna fyrir þá vinnuveitendur eða verkkaupa sem starfa í sem mestu samræmi við tilgang og gildi einstaklingsins.
Stéttarfélagið sem stoð
Það er mikilvægt að frelsinu fylgi stöðugleiki, til dæmis varðandi tekjuöryggi. Við hjá FLM þekkjum vel þarfir þeirra sem kjósa að standa utan hefðbundinna stéttarfélaga. Við bjóðum upp ódýrara stéttarfélag með góða bótavernd og innifaldar tryggingar.