Betri sjúkdómatrygging hjá FLM – Óbreytt félagsgjald

Frá og með 1. janúar 2021 taka gildi eftirtaldar breytingar á sjúkdómatryggingu félagsmanna FLM. Þrátt fyrir þessa auknu tryggingavernd helst félagsgjaldið óbreytt hjá FLM.

Frá og með 1. janúar 2021 taka gildi eftirtaldar breytingar á sjúkdómatryggingu félagsmanna FLM. Þrátt fyrir þessa auknu tryggingavernd helst félagsgjaldið óbreytt hjá FLM.

Endurvakning tryggingar: Fyrir breytingu féll sjúkdómatryggingin niður við tjón, en þriggja mánaða biðtími leið áður en hún varð virk að nýju gagnvart þeim 3 bótaflokkum sem eftir stóðu.  Eftir breytingu fellur sjúkdómatryggingaverndin ekki lengur niður heldur einungis sá bótaflokkur sem greitt var úr og sjúkdómatryggingin gildir áfram án biðtíma vegna annarra sjúkdóma en greitt var úr.

Aldursmörk í sjúkdómatryggingu barna: Aldursmörk voru tvískipt, sumir sjúkdómar voru bótaskyldir frá 3ja mánaða aldri, aðrir frá tveggja ára. Nú eru allir tilgreindir sjúkdómar bótaskyldir frá 3ja mánaða aldri.

Alvarlegir höfuðáverkar barna: Sérstök skilgreining vegna barna hefur verið felld niður – Hér eftir gildir sama skilgreining vegna höfuðáverka fyrir alla vátryggða, bæði börn og fullorðna.

Breyting á skilgreiningu parkinsonssjúkdóms: Skilgreiningin hefur verið einfölduð og tekin út nokkur skilyrði um einkenni.

Sækja um aðild