Sjálfstætt starfandi sérfræðingar og tekjuöryggi

Það er mikilvægt fyrir þá sem starfa sjálfstætt að huga sérstaklega að sínu tekjuöryggi, því það er verulegur munur á stöðu einyrkja og launþega þegar kemur að ýmsum réttindum. En hvað þarf að hafa í huga?

Launþegi eða sjálfstætt starfandi?

Það er verulegur munur á stöðu einyrkja og launþega. Launþegar eiga rétt á launum í veikindum í 2-4 mánuði samkvæmt kjarasamningum, orlofi á launum, orlofs- og desemberuppbótum, launum á frídögum, uppsagnarfresti og eru slysatryggðir í vinnunni. Einyrkjar eiga ekki rétt á greiðslum úr Ábyrgðarsjóði launa þó svo að verkkaupi fari í þrot, uppsagnarfresturinn er enginn og réttur til atvinnuleysisbóta er takmarkaður. 

Hverju þurfa sjálfstætt starfandi að huga að?

Það er mjög mikilvægt fyrir þá sem eru sjálfstætt starfandi að huga sérstaklega að sínu tekjuöryggi. Þú þarft að spyrja þig hvort þú hafir reiknað þér rétt laun/endurgjald og skilað sköttum og gjöldum? Greiddir skattar og iðgjöld í lífeyrissjóð mynda réttindi til s.s.

 

  • Tekjutengdra atvinnuleysisbóta
  • Upphæð fæðingarorlofs
  • Réttindi til örorku- og lífeyrissgreiðslna?

Einyrkjar eiga ekki veikindarétt

Það er mikilvægt fyrir þá sem eru sjálfstætt starfandi að eiga aðild að sjúkrasjóði, en við vekjum athygli á að biðtími greiðslna úr sjúkrasjóði FLM eru 3 mánuðir. Ólíkt launþegum þá eiga einyrkjar ekki veikindarétt og þurfa því að eiga varasjóð til að dekka biðtímann þar til greiðslur úr sjúkrasjóði fara að berast. Það getur svo tekið um 12 mánuði að fá örorkumat og fá örorkugreiðslur frá lífeyrissjóði.

Sjúkrasjóður FLM er öruggur kostur

Hlutverk sjúkrasjóðs FLM er að veita félagsmönnum afkomubætur í veikinda- og slysatilfellum. Sjúkrasjóður Félags lykilmanna greiðir 80% af launum í allt að 9 mánuði, en einnig dánarbætur og sjúkdómabætur.

Sækja um aðild