Er skylduaðild að stéttarfélögum á Íslandi?

Félag lykilmanna (FLM) hefur gert kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda og hentar stjórnendum og sérfræðingum á almennum vinnumarkaði, hvort sem vinnuveitandi þeirra er í samtökum atvinnurekenda eða standi utan slíkra samtaka

Félag lykilmanna (FLM) hefur gert kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda. Því er ekkert sem hamlar stjórnendum og sérfræðingum á almennum vinnumarkaði að ganga til liðs við FLM hvort sem vinnuveitandi þeirra er í samtökum atvinnurekenda eða standi utan slíkra samtaka

Er félagafrelsi á Íslandi?

Ákvæði um félagafrelsi var sett Stjórnarskrá Íslands 1995. En flest stærri stéttarfélög  eru með svokallað forgangsréttarákvæði í kjarasamningum sem kveður á um að félagsmenn viðkomandi stéttarfélags skuli hafa forgang um tiltekin störf hjá atvinnurekendum sem eru í þessum samtökum atvinnurekenda. Svipuð ákvæði eru í kjarasamningum opinberra starfsmanna. Þetta eru gömul ákvæði og hefur stundum verið kallað skylduaðild að stéttarfélögum. Margir draga í efa að þessi forgangsréttarákvæði standist félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar, en ekki hefur reynt á það almennilega fyrir íslenskum dómstólum. Þó hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt  svipað fyrirkomulag stéttarfélagsaðildar ólögmætt hjá Dönsku kaupfélögunum. Á almennum vinnumarkaði hér á landi virðist vera lítill áhugi á að láta reyna á þessi ákvæði. En launaskrifstofa ríkisins meinar fólki um að vera í FLM á grundvelli slíks forgangsréttarákvæðis. Stærri stéttarfélög opinberra starfsmanna segir að fólk geti staðið utan þeirra, en að það sé samt skyldugt að greiða vinnuréttargjald til viðkomandi stéttarfélaga sem er jafn hátt og félagsgjaldið.

Séríslenskt fyrirkomulag

Það er einnig einstakt íslenskt fyrirkomulag að atvinnurekendur sjá um að skrá starfsmenn sína í stéttarfélög, innheimta félagsgjöldin og skila þeim til stéttarfélagana. Erlendis gengur fólk almennt í stéttarfélög án aðkomu vinnuveitanda og vinnuveitandi veit ekki hverjir eru í stéttarfélögum eða í hvaða félögum. Það fyrirkomulag speglast í sam-evrópsku persónuverndarlögunum, en upplýsingar um stéttarfélög eru þar flokkuð sem viðkvæmustu perónuupplýsingar.

Mikil stéttarfélagsþátttaka hérlendis

Víðast er meiri fjölbreytileiki í stéttafélagsformum, í norður Evrópu eru stéttarfélög tengd sósíaldemókrötum yfirleitt stærst, en þar finnast einnig kristileg-stéttarfélög, komónísk-stéttarfélög og lágjalda-stéttarfélög. Sennilega er hvergi jafn mikil stéttarfélagsþátttaka og hér á landi eða yfir 80%. Á hinum Norðurlöndunum er hún komin niður fyrir 50% á almenna vinnumarkaðnum og í öðrum löndum hins vestræna heims er hún víðast mun minni.

Er FLM fyrir þig?

FLM hentar vel þeim sem ekki eru í stéttarfélögum eða kjósa að standa utan hefðbundinna stéttarfélaga. FLM er óháð stéttarfélag sem félagar á hverjum tíma eiga.

Sækja um aðild