Góð ráð inn í launaviðtalið

Þegar farið er inn í launaviðtal, eða samið er um greiðslur fyrir verkefnavinnu, er alltaf mikilvægt að vita fyrir hvað þú stendur, hvaða virði þú færir vinnuveitanda eða verkkaupa, eða hvaða virði þú getur skapað með þekkingu þinni, hæfni og reynslu.

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við HÍ og Herdís Pála Pálsdóttir, sérfræðingur í mannauðsstjórnun gáfu nýlega út bókina Völundarhús tækifæranna þar sem þær fjalla um vinnumarkað framtíðarinnar.

Hvað hefur þú að selja og hvernig metur markaðurinn virði þess? 

Verðlagning á eigin þekkingu og reynslu, hvort sem er í hefðbundnu launaviðtali, ráðningarviðtali eða sölu á tímum í verkefnavinnu byggir á forsendum markaðarins. Þekking á eigin styrkleikum og hæfni er grunnurinn en síðan þarf að setja þá þekkingu í samhengi við aðra. Hvernig stendur þú miðað við aðra á markaðnum?

Undurbúningur lykillinn á árangri

Mikilvægt er að undirbúa sig gríðarlega vel með því að rannsaka hvaða laun eða annars konar greiðslur aðrir sem eru í svipuðum störfum, með svipaða menntun, með svipaða ábyrgð o.s.frv. eru að fá í laun. Þú þarft því að fara vel yfir markaðslaun á þínu sviði og í þínu fagi. Skoðaðu tölur frá stéttarfélögum eða ýmsum launakönnunum og spurðu vini og vandamenn. Hugsaðu um launaviðtalið sem samningaviðræður, til að ná samningum sem eru ekki persónulegir heldur til þess gerðir að ná sem bestri niðurstöðu, fyrir báða aðila. 

Samningaviðræðurnar snúast um fleira en laun

  • Fleiri orlofsdaga.
  • Breytingar á vinnutíma eða vinnufyrirkomulagi.
  • Vinnutengdan búnað.
  • Hærri íþróttastyrk.
  • Greiðslur fyrir áskriftir t.d. símnotkun og nettengingu.

Mikilvægt að færa rök fyrir eigin virði

Ef starfsfólk óskar eftir launaviðtali við yfirmann eða vinnuveitanda, til að óska eftir launahækkunum umfram kjarasamningsbundnar hækkanir, eða umfram það sem aðrir eru að fá í launahækkanir, þarf það að vera tilbúið að færa góð rök fyrir því að það sé að skapa virði umfram aðra, eða umfram þá hækkun sem fólst í kjarasamningi.

Væntingar vinnuveitenda og einstaklinga geta verið ólíkar

Væntingastjórnun er gríðarlega mikilvæg til þess að ná sameignlega góðri niðurstöðu. Væntingar einstaklinga ná ekki einungis til launa heldur tíma og lífstíls, áhrifa og tenginga. Væntingar vinnuveitenda eða verkkaupa eru oftast helstar þær að fá góðan einstakling til starfa, sem mun skila góðu starfi, hafa góð áhrif á vinnuumhverfið, ánægju viðskiptavina, ímynd vinnustaðar o.fl., að hann skapi virði umfram það hvað honum er greitt í laun.

Mikilvægt er að reyna að ná sem mestu af væntingum beggja megin við borðið, eins og hægt er, til þess báðir aðilar gangi sáttir frá borði.

Bakhjarl við samningaborðið

Kjarasamningar FLM geta reynst góð undirstaða þegar kemur að semja um eigin kjör. Þeir bjóða þér undirstöðu til að byggja þínar kröfur og væntingar ofan á, auk áherslu FLM á nauðsynlegt tekjuöryggi. FLM hentar því þeim launþegum mjög vel, sem semja sjálfir um sín kaup og kjör.

Sækja um aðild