Kjarasamningur milli FA og FLM

Í september 2018 var gerður kjarasamningur milli Félags atvinnurekenda (FA) og Félags lykilmanna (FLM).

Í september 2018 var gerður kjarasamningur milli Félags atvinnurekenda (FA) og Félags lykilmanna (FLM). Um er að ræða fyrsta kjarasamninginn, sem FLM gerir við samtök vinnuveitenda. Samningur FLM og FA er um margt sambærilegur við gildandi samning FA og Félags lyfjafræðinga að því leyti að hann er ekki gerður til ákveðins tíma og inniheldur ekki sérstakan launalið, heldur er gengið út frá því að félagsmenn FLM séu stjórnendur og sérfræðingar sem semja á einstaklingsgrundvelli um markaðslaun. Samningurinn kveður fyrst og fremst á um ýmis réttindamál á borð við ráðningarsamninga, starfsmannaviðtöl, orlof, veikindarétt, tryggingar og fleira slíkt.

Sækja um aðild