Sjúkrasjóður FLM

Sjáðu þínar bætur í sjúkrasjóði FLM

Með því að slá inn aldur og mánaðarlaun hér að neðan fást upplýsingar um bætur í launatryggingu, líftryggingu, sjúkdómatryggingu, sjúkratryggingu og slysatryggingu hjá sjúkrasjóði FLM.

Ekki er um að ræða persónulegt yfirlit félagsmanns yfir viðkomandi tryggingavernd. Hérgreindar upplýsingar um bætur hafa ekki lagalega þýðingu og gegna eingöngu þeim tilgangi að vera almennt til upplýsinga um mögulegar bætur úr sjúkrasjóði FLM á forsendum aldurs og mánaðarlauna.

Reiknaðu þínar bætur

0 kr. á mánuði í allt að 9 mánuði vegna félagsmanns (bætur eru þó ekki greiddar fyrstu 3 mánuði óvinnufærni)
0 kr.
  • Almennt: Skilyrði fyrir inngöngu í FLM er að aðildarumsókn hafi verið undirrituð og henni skilað til félagsins. Lágmarksaldur við inngöngu í FLM er 18 ár. Hámarksaldur við inngöngu í FLM er 64 ár. Sérstakt skilyrði fyrir greiðslu dánarbóta úr sjúkrasjóði FLM er að greitt hafi verið a.m.k. 24.000 kr. iðgjald (vísitölubundið) í sjúkrasjóð FLM, á síðustu 12 mánuðum fyrir fráfall félagsmanns. Líði meira en 90 dagar á milli iðgjaldagreiðslna vegna aðildar félagsmanns fellur niður réttur hans til bóta úr sjúkrasjóði FLM. Bótavernd launatryggingar, líftryggingar og slysatryggingar FLM fellur úr gildi í lok þess árs sem félagsmaður nær 66 ára aldri. Bótavernd sjúkdómatryggingar og sjúkratryggingar FLM fellur úr gildi þegar félagsmaður verður 60 ára (miðast við afmælisdag).
  • Skilyrði fyrir vátryggingarvernd: Skilyrði þess að félagsmaður teljist njóta vátryggingarverndar í líf-, sjúkdóma- sjúkra- og slysatryggingum er að á liðnum 12 mánuðum fyrir bótaskyldan atburð hafi heildariðgjöld hans til FLM numið a.m.k. kr. 24.000 (lágmarksiðgjald). Fjárhæð þessi breytist árlega miðað við launavísitölu (grunnur 1010,0 stig ágúst 2024). Hafi vátryggður verið félagsmaður í FLM skemur en 12 mánuði reiknast lágmarksiðgjaldið hlutfallslega.
  • Launabætur greiðast í allt að 6 mánuði vegna slysa og veikinda barna félagsmanns undir 16 ára aldri (bætur eru þó ekki greiddar fyrstu 30 dagana).
  • Sjúkdómatrygging vegna hvers barns félagsmanns: Sjúkdómatrygging gildir fyrir börn félagsmanna á aldrinum 3ja mánaða til 18 ára. Sjá nánar skilmála sjúkdómatryggingarinnar.
  • Sjúkratrygging félagsmanns: Bætur greiðast ekki vegna sjúkdóms sem fyrst sýndi einkenni á fyrstu þremur mánuðunum eftir að félagsaðild að Félagi lykilmanna tók gildi. Engar örorkubætur greiðast ef örorka er metin lægri en 25%. Hafi félagsmaður fengið greiddar bætur úr hópsjúkdómatryggingu FLM vegna sama sjúkdóms eða eigi rétt til slíkra bóta skulu bætur úr sjúkratryggingunni lækka sem nemur helmingi af bótum sjúkdómatryggingarinnar. Í sjúkratryggingu miðast lágmarks- og hámarksfjárhæð við 100% metna varanlega örorku. Sjá nánar skilmála sjúkratryggingarinnar.
  • Slysatrygging félagsmanns: Bætur greiðast ekki vegna slysa sem urðu áður en vátryggingin tók gildi eða vátryggði gekk inn í Félag lykilmanna. Bætur greiðast ekki vegna slyss sé bótaréttur vegna þess fyrir hendi samkvæmt lögboðinni ökutækjatryggingu, þ.e. hvort heldur er úr ábyrgðartryggingu eða slysatryggingu ökumanns og eiganda. Hafi vátryggður fengið greiddar bætur úr hópsjúkdómatryggingu FLM vegna sama slyss eða eigi rétt til slíkra bóta skulu bætur úr vátryggingunni lækka sem nemur helmingi af bótum sjúkdómatryggingarinnar. Í slysatryggingu miðast lágmarks- og hámarksfjárhæð við 100% metna varanlega örorku. Sjá nánar skilmála slysatryggingarinnar.

Sækja um aðild