Kjarasamningur milli FLM og SA

Félag lykilmanna (FLM) og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa undirritað nýjan kjarasamning.

Félag lykilmanna (FLM) og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa undirritað nýjan kjarasamning. Um er að ræða fyrsta kjarasamninginn sem FLM og SA gera sín á milli og er hann gerður í ljósi mikillar fjölgunar sérfræðinga og stjórnenda sem kosið hafa að eiga aðild að FLM.

Kjarasamningurinn nær til sérfræðinga og stjórnenda sem aðild eiga að FLM og samið hafa í ráðningarsamningi við sinn atvinnurekanda um að kjarasamningurinn verði lagður til grundvallar ráðningarsambandi aðila. Samningurinn er áþekkur kjarasamningum sem SA hafa gert við stéttarfélög háskólamanna og byggir á þeirri meginreglu að sérfræðingar og stjórnendur semja persónubundið um laun sín og önnur starfskjör.

Samningurinn gildir frá 1. september 2021 og er ótímabundinn.

Starfsfólk FLM veitir nánari upplýsingar um samninginn.

Sækja um aðild