Breyting á vátryggingaskilmálum sjúkrasjóðs FLM

Breyting á vátryggingaskilmálum sjúkrasjóðs FLM
Frá og með 1. apríl 2022 taka gildi eftirfarandi breytingar á vátryggingaskilmálum sjúkrasjóðs FLM.

Líftrygging:

  • Undanþáguákvæði 1. mgr. 3. gr. skilmálanna takmarkast nú við fyrstu 48 mánuðina frá upphafi
    hópaðildar félagsmanns. Í eldri skilmálum var engin takmörkun og því er hér um að ræða
    útvíkkun til hagsbóta fyrir félagsmenn FLM.
  • 5. gr. skilmálanna (Sérákvæði um vátryggingarfjárhæð) kemur í stað ákvæðis í 4. gr. um
    ákvörðun líftryggingafjárhæðarinnar.
  • Við hvetjum félagsmenn til þess að kynna sér vel vátryggingarskilmála líftryggingarinnar sem
    aðgengilegir eru á vefsíðu FLM

Sjúkdómatrygging:

  • Undanþáguákvæði 7. gr. skilmálanna takmarkast nú við fyrstu 48 mánuðina frá upphafi hópaðildar félagsmanns. Í eldri skilmálum var engin takmörkun og því er hér um að ræða útvíkkun til hagsbóta fyrir félagsmenn FLM.
  • 10. gr. skilmálanna (Sérákvæði um vátryggingarfjárhæð) kemur í stað ákvæðis í 8. gr. um ákvörðun vátryggingafjárhæðarinna.
  • Við hvetjum félagsmenn til þess að kynna sér vel vátryggingarskilmála sjúkdómatryggingarinnar sem aðgengilegir eru á vefsíðu FLM
Sækja um aðild