Morgunfundur FLM 5. október 2022

Nýir tímar á vinnumarkaði kalla á nýja nálgun stéttarfélaga

Við lifum lengur en áður – er þitt stéttarfélag tilbúið undir að styðja þig lengur en áður? Vinnumarkaðurinn er sífellt að breytast en spurning er hvort stéttarfélög haldi í við og nái að laga sig að þessum breytingum. FLM boðar til spjalls um sjúkrasjóði og tryggingar á vinnumarkaði framtíðarinnar, miðvikudaginn 5. október kl. 9:00-10:15.

FULLTRÚI FLM

Gunnar Páll Pálsson, formaður stjórnar FLM

Gunnar mun fjalla um sjúkrasjóði stéttarfélags, m.a. í ljósi hækkandi lífaldurs, fjölgun öryrkja o.fl. Einnig mun hann segja frá tryggingavernd sjúkrasjóðs FLM og bera saman við aðra sjúkrasjóði.

FRAMTÍÐ VINNUMARKAÐAR

dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Árelía mun fjalla um framtíðina á vinnumarkaði, hvernig fólk mun í auknu mæli vinna með nýjum hætti, sem kallar á að aðilar vinnumarkaðarins þurfa að endurhugsa margt frá fyrri tíð.

SÝN GIGGARA

Orri Huginn Ágústsson, formaður bandalags sjálfstæðra leikhúsa

Orri mun tala út frá eigin reynslu og tilfinningu og þeirri vitneskju sem hann býr yfir um hvernig tryggingamálum og sjúkrasjóðum er fyrirkomið hjá sjálfstætt starfandi listafólki í Evrópu.

Einnig mun hann fjalla um hvernig þau kerfi sem við eigum eru ekki að grípa fólk í gigg-hagkerfinu og hvernig opinberir aðilar, sem og aðilar vinnumarkaðarins hafa ekki náð að hjálpa þessum einstaklingum sem skyldi.

SÝN MANNAUÐSSTJÓRA

Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá CCP

Erna mun deila sýn mannauðsstjórans á stéttarfélög. Einnig mun hún fjalla um í hversu miklum mæli stjórnendur og sérfræðingar eru almennt meðvitaðir um tryggingar sínar á vinnumarkaði.

Sækja um aðild