Kjarasvið

Kröfulýsing vegna gjaldþrots vinnuveitanda

Félagsmenn FLM geta leitað til félagsins varðandi aðstoð við kröfulýsingu vegna gjaldþrots vinnuveitanda. Fyrir þá sem þess óska munum við lýsa inn kröfum í þrotabúið og til Ábyrgðasjóðs launa. Nauðsynlegt er að hafa samband við kjarasvið FLM hið fyrsta ef óskað er slíkrar aðstoðar. Til þess að við getum tekið slík mál til skoðunar er þess góðfúslega óskað að okkur verði sendur tölvupóstur á kjarasvid@flm.is með eftirfarandi upplýsingum:

  • Nafn og kennitala félagsmanns, starfsheiti, gsm númer og tölvupóstfang
  • Nafn og kennitala vinnuveitanda og hvenær félagsmaður hóf þar störf
  • Afrit af ráðningarsamningi, síðustu 6 launaseðlum og aðrar upplýsingar sem skipta máli við útreikning á kröfu s.s. ónýtt orlof eða önnur hlunnindi sem ekki eru tilgreind í ráðningarsamningi.
  • Hvort félagsmaður hafi verið í stjórn fyrirtækisins, hluthafi eða framkvæmdastjóri
  • Hvort félagsmaður er nákominn forsvarsmönnum fyrirtækisins

Bent skal á að vegna hins lága félagsgjalds hjá FLM takmarkast árlegur stuðningur FLM við hvern og einn félagsmann við allt að 3 klst. vinnu lögfræðings. Verði óskað eftir frekari stuðningi við áframhald máls þarf að leggja það fyrir stjórn FLM.

Ágreiningur við vinnuveitanda

Félagsmenn FLM geta leitað til félagsins vegna mála er varða ágreining við vinnuveitanda.

Til þess að við getum tekið slík mál til skoðunar er þess góðfúslega óskað að okkur verði sendur tölvupóstur á kjarasvid@flm.is með greinargóðri lýsingu á málsatvikum.

Bent skal á að vegna hins lága félagsgjalds hjá FLM takmarkast árlegur stuðningur FLM við hvern og einn félagsmann við allt að 3 klst. vinnu sérfræðings. Verði óskað eftir frekari stuðningi við áframhald máls þarf að leggja það fyrir stjórn FLM.

Sækja um aðild