Hjá FLM er árið 2020 tileinkað nýsköpun

FLM er félag sérfræðinga og stjórnenda. Megin verkefni félagsins hefur verið að byggja upp sjúkrasjóð í þeim tilgangi að tryggja afkomuöryggi félagsmanna í veikindum eða í kjölfar slysa ásamt að veita félagsmönnum líftryggingu og sjúkdómatryggingu.

Starfsemin

FLM er félag sérfræðinga og stjórnenda. Megin verkefni félagsins hefur verið að byggja upp sjúkrasjóð í þeim tilgangi að tryggja afkomuöryggi félagsmanna í veikindum eða í kjölfar slysa ásamt að veita félagsmönnum líftryggingu og sjúkdómatryggingu. Fjöldi greiðandi félagsmanna er 1.150 hinn 1. maí 2020.

Aukin tryggingavernd sjúkrasjóðs FLM – Óbreytt félagsgjald

Frá og með 1. maí 2020 verða þær breytingar á tryggingavernd sjúkrasjóðs FLM, að líftryggingarfjárhæðir hækka og ný trygging, sjúkdómatrygging tekur gildi hjá félagsmönnum. Þrátt fyrir þessa auknu tryggingavernd helst félagsgjaldið óbreytt hjá FLM.

Betri líftrygging hjá FLM

Frá og með 1. maí 2020 hækkar tryggingafjárhæð líftryggingar um 25% vegna hvers félagsmanns. Hámarksfjárhæð 16.300.000 kr. og lágmarksfjárhæð 1.140.000 kr. haldast þó óbreyttar. Neðangreind mynd sýnir dæmi um þessar breytingar, miðað við 750.000 kr mánaðarlaun. Nánari upplýsingar á www.flm.is.

25 % hækkun á tryggingarfjárhæð líftryggingar.
Sækja um aðild