Aldursmörk í tryggingavernd sjúkrasjóðs FLM

Nánar um aldursmörk í tryggingavernd sjúkrasjóðs

Aldursmörk í tryggingavernd sjúkrasjóðs FLM eru sem hér greinir:

Launatrygging:
Launatryggingin fellur úr gildi í lok þess árs, sem félagsmaður nær 66 ára aldri. Vátryggingin tekur ekki til félagsmanna yngri en 18 ára. Hámarksaldur við inngöngu í vátrygginguna er 64 ár.

Líftrygging:
Líftryggingin fellur úr gildi í lok þess árs, sem félagsmaður nær 66 ára aldri. Vátryggingin tekur ekki til félagsmanna yngri en 18 ára. Hámarksaldur við inngöngu í vátrygginguna er 64 ár.

Sjúkdómatrygging:
Sjúkdómatryggingin fellur úr gildi þegar félagsmaður verður 60 ára (miðast við afmælisdag). Vátryggingin tekur ekki til félagsmanna yngri en 18 ára. Sjúkdómavernd barna félagsmanna gildir aðeins fyrir börn á aldrinum 3ja mánaða til 18 ára.

Sjúkratrygging:
Sjúkratryggingin fellur úr gildi þegar félagsmaður verður 60 ára (miðast við afmælisdag). Vátryggingin tekur ekki til einstaklinga yngri en 18 ára.

Slysatrygging:
Slysatryggingin fellur úr gildi í lok þess árs, sem félagsmaður nær 66 ára aldri. Vátryggingin tekur ekki til félagsmanna yngri en 18 ára. Hámarksaldur við inngöngu í vátrygginguna er 64 ár.

Sækja um aðild