Fréttabréf

Við óskum félagsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Starfsemin

FLM er félag sérfræðinga og stjórnenda og hefur megin verkefni félagsins verið að byggja upp sjúkrasjóð í þeim tilgangi að tryggja afkomuöryggi félagsmanna í veikindum eða í kjölfar slysa ásamt að veita félagsmönnum líftryggingu. Nú er fjöldi greiðandi félagsmanna komin yfir 400.

Launatrygging FLM

Launatrygging sjúkrasjóðs FLM greiðir launabætur af völdum slysa eða sjúkdóma, sem nema 80% af meðallaunum í allt að 9 mánuði. Bætur greiðast þó ekki fyrr en 3 mánuðir eru liðnir frá því að sá atburður varð er leiddi til óvinnufærni, sem er sá tími sem fólk á almennt rétt launum í veikindum.

Launabætur greiðast enn fremur vegna slysa og veikinda barna í allt að 6 mánuði.

Líftrygging FLM

Fjárhæð bóta er háð aldri og launum félagsmanns á hverjum tíma, þó að hámarki kr. 14.600.000, en að lágmarki kr. 1.020.000.

Dæmi um bótafjárhæðir:
Miðað við meðallaun (kr. 650.000/mán.)

AldurBótafjárhæð líftryggingar
18–29kr. 9.900.000
30–39kr. 8.030.000
40–49kr. 4.720.000
50–59kr. 2.030.000
60–65kr. 1.020.000

Líftrygging og launavernd í 9 mánuði fyrir aðeins kr. 3.900 á ári miðað við meðallaun.Að endingu viljum við hvetja félagsmenn til þess að benda vinum og vandamönnum á kosti þess að gerast aðilar að FLM.

Sækja um aðild